Stjórnun sálfélagslegra áhættuþátta á evrópskum vinnustöðum: niðurstöður úr seinni evrópskri fyrirtækjakönnun um nýja og aðsteðjandi áhættuþætti (ESENER-2)

Keywords:

Þessi skýrsla rannsakar hindranir og hvatir að sálfélagslegri áhættustjórnun á vinnustöðum og hvaða áhrif mismunandi lönd og fyrirtæki hafa á þessa þætti. Starfsmenn eru í auknum mæli útsettir fyrir sálfélagslegum hættum. Hinsvegar eru hættustigið og áhrif hættustjórnunar mismunandi eftir löndum og atvinnusviðum.

Á grunni niðurstaða úr megindlegri greiningu, þar sem gögn úr ESENER-2 voru borin saman við önnur gögn úr einstökum löndum, kom fram að starfslandið — menning þess, efnahagskerfi og verkefni á sviði vinnuverndar sem unnin eru af öllum aðilum vinnumarkaðarins — eru í beinum tengslum við sálfélagslega hættustjórnun á vinnustöðum. Það kemur einnig fram að það er skuldbinding stjórnenda og þátttaka starfsmanna sem er líklegust til að bera mestan árangur þegar kemur að því að stjórna sálfélagslegum áhættum, burtséð frá því um hvaða land er að ræða. Einnig er fjallað um hagnýtar ályktanir þessara niðurstaða.

Sækja in: en