
Stutt yfirlit - Stoðkerfissjúkdómar: tengsl við sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum
Keywords:Sögulega séð hafa aðgerðir til að draga úr áhættunni á stoðkerfissjúkdómum á vinnustöðum beint sjónum að líkamlegum þáttum á vinnustaðnum. En tengslin á milli stoðkerfissjúkdóma og sálfélagslegra þátta eins og óhóflegs vinnuálags og skorts á aðstoð, eru mikilvæg. Sálfélagsleg áhætta getur stuðlað að og aukið stoðkerfissjúkdóma og tengja má stoðkerfissjúkdóma við sálfélagslega þætti.
Þessi rýni á útgefnu efni kemur nú á heppilegum tíma í ljósi núverandi herferðar Vinnuvernd er allra hagur, en hér er fjallað um vísbendingar um tengslin á milli sálfélagslegra áhættuþátta og stoðkerfissjúkdóma. Hún inniheldur ráðleggingar um skilvirkar aðgerðir til að koma úr stoðkerfissjúkdómum og fjallar um hvernig vinnuveitendur geti hjálpað við endurhæfingu og endurkomu starfsmanna til vinnu sem eru að ná sér af stoðkerfissjúkdómum.