Stutt yfirlit - Heilbrigðis- og félagsþjónusta – niðurstöður úr fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER)

Keywords:

Þessi skýrsla fjallar um helstu vinnuverndaráhættu fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustugeirann í Evrópu, þar á meðal áhættu í tengslum við COVID-19. Hún greinir gögn úr þremur fyrirtækjakönnunum Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER). Greiningunni fylgja viðtöl við helstu sérfræðinga á sviði vinnuverndarmála og hagsmunaaðila úr geiranum.

Hún veitir yfirlit yfir þróun á sviði vinnuverndarstjórnunar með áherslu á vinnuvistfræði og sálfélagslega áhættu, hvata og hindranir gegn vinnuverndarstjórnun í geiranum og þátttöku launþega í vinnuvernd. Skýrslan kynnir niðurstöður fyrir geirann og veitir samburð á milli Evrópulanda og aðra geira. Einnig má finna mögulegar lexíur til að bæta vinnuvernd í geiranum út frá greiningum og niðurstöðum skýrslunnar.  

Sækja in: de | en | et | sl |