Samantekt - mat á kostnaði af völdum slysa og vanheilsu á vinnustöðum

Keywords:

Kostnaðurinn við vinnutengd slys og sjúkdóma getur verið verulegur. Árið 2007 áttu sér stað 5.580 dauðaslys á vinnustöðum Í ESB-27 og 2,9 % vinnuaflsins varð fyrir slysi á vinnustaðnum sem leiddu til fleiri en þriggja daga fjarveru. Auk þess áttu um 23 milljónir einstaklinga við heilsufarsvandamál að stríða sem orsökuðust af eða urðu verra af völdum vinnu þeirra á 12 mánaða tímabili. Það er flókið verkefni að kveða á um nákvæmt heildarmat á kostnaði allra hagsmunaaðila innanlands eða alþjóðlega þegar kemur að vinnutengdum slysum og sjúkdómum vegna lélegrar eða engrar vinnuverndar. Hins vegar er mjög mikilvægt að stefnumótendur átti sig á umfangi og stærð lélegrar eða engrar vinnuverndar til þess að innleiða árangursríkar ráðstafanir á þessu sviði stefnumótunar.

Sækja in: da | de | el | en | es | fi | fr | hr | hu | is | lt | lv | nl | pl | pt | sk | sl |