Hápunktar

30/07/2020

© Arpad Pinter / PIXELTASTER

Lögreglumaður, móttökustjóri og fótaaðgerðafræðingur, sem öll þjást af stoðkerfisvandamálum, ræða um reynslu sína í rannsókn á algengasta heilsufarsvandamáli heimsins meðal launþega.

Þau koma fyrir í tilvikarannsóknum á endurkomu til vinnu eða áframhaldandi vinnu með langvinn stoðkerfisvandamál eins og verki í baki, hálsi, örmum eða fótleggjum. Skýrslan, sem fjallar um rannsóknirnar, leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram sé litið á dýrmæta starfsmenn með stoðkerfisvandamál sem „mikilvæga“ en ekki „vandamál“.

28/07/2020

Image by anjawbk from Pixabay

Ný skýrsla dregur saman niðurstöður yfirgripsmikils verkefnis EU-OSHA og hefur það að markmiði að auka vitund um útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum og bjóða upp á mikilvægar upplýsingar fyrir stefnumótendur.

Útsetning fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum er tengd við fjölmörg heilsufarsvandamál, þar á meðal smitsjúkdóma og ofnæmi. Þó að þetta eigi við um fjölmörg störf skortir almennt vitund um málefnið.

21/07/2020

© Cristina Vatielli

Erfiðleikar vegna vaxandi aldurs og minnkunar vinnuafls eru ekki nýir í Evrópu: fram til 2030 er gert ráð fyrir því að launþegar á aldrinum 55-64 ára verði um 30 % vinnuafls eða meira. Á sama tíma hverfa margir launþegar af vinnumarkaði löngu áður en þeir ná lífeyristökualdri.

Sjálfstæðar lausnir til að tryggja öryggi, heilbrigði og sanngjörn skilyrði strax frá upphafi starfsævi einstaklinga eru lykillinn að því að stöðva þessa neikvæðu þróun og bæta framleiðni til langs tíma litið.

14/07/2020

Icons made by smalllikeart from www.flaticon.com

Hvort sem þú sinnir vinnuverndarmálum, ert rannsóknarmaður eða hefur einfaldlega brennandi áhuga á nýjustu þróuninni, stefnu ESB og viðleitni á sviði vinnuverdar, þá er fréttabréfið okkar besta upplýsingaheimildin.

Það veitir upplýsingar um lykilatburði í vinnuverndarmálum um allan heim, sem og um vitundarvakningu EU-OSHA og rannsóknarverkefni stofnunarinnar, sem ætlað er að gera vinnustaði öruggari og heilbrigðari fyrir alla.

Þarftu fleiri ástæður til að gerast áskrifandi að OSHmail fréttabréfinu? Fáðu það sent mánaðarlega ókeypis á netfangið þitt.

07/07/2020

souce: napofilm.net

Tvö úrræðasett, sem fjalla um stoðkerfisvandamál á vinnustöðum, er nú að finna á mörgum tungumálum og má nota í sameiningu.

Samtalsaðstoð fyrir stoðkerfisvandamál stuðlar að hópaumræðum á vinnustöðum á meðan þjálfuninni stendur. Tólið inniheldur hagnýtar leiðbeiningar til að stuðla að skilvirkum samskiptum um stoðkerfisvandamál meðal starfsmanna og yfirmanna þeirra.

01/07/2020

Þýskaland mun gegna formennsku – ein mikilvægasta ákvarðanataka ESB – til 31. desember 2020. Það tekur við af Króatíu og er fyrsta landið í nýrri 18 mánaða forsetatíð, í þríeyki með Portúgal og Slóveníu.

Þýska formennskan miðar að því að berjast gegn kórónaveirunni og takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins án þess að vanrækja önnur mikilvæg mál sem ESB stendur frammi fyrir. Meginmarkmiðið er að tryggja að Evrópa komi sterkari út úr kreppunni og þrautseigari en nokkru sinni fyrr.

23/06/2020

© EU-OSHA /Adam Skrzypczak

Líkamleg erfiðisvinna eins og meðhöndlun sjúklinga er verulegur áhættuþáttur fyrir stoðkerfisvandamál og eykur þetta vandamál meðal heilbrigðisstarfsmanna en bakverkir og verkir í efri útlimum eru algeng vandamál sem tilkynnt er um. Hvernig er hægt að taka á stoðkerfisvandamálum í þessum geira?

Umræðudrögin okkar veita yfirlit yfir stoðkerfisvandamál í heilbrigðisþjónustu, fer yfir áhættuþættina og fjallar um skilvirkar íhlutanir til að koma í veg fyrir, draga úr og stjórna stoðkerfisvandamálum.

18/06/2020

Image by Gerd Altmann from Pixabay

Vöxtur alþjóðlegra viðskipta síðastliðna áratugi hefur leitt til vaxtar á aðfangasamböndum þvert á landamæri. Því hefur oft fylgt þróun í aðildarríkjunum í átt til útvistunar í aðfangakeðjunum.

Í þessum umræðudrögum eru skoðaðar þær áskoranir og tækifæri fyrir vinnuvernd sem nýlegar breytingar og framtíðarbreytingar í aðfangakeðjusamböndum munu hafa í för með sér. Höfundarnir veita dæmi um góða starfshætti og ræða leiðina fram á við.

Pages

Pages