Hápunktar

03/01/2020

Króatía mun stuðla að „sterkri Evrópu í heimi áskorana" á meðan ríkið sinnir formennsku í ráði ESB, sem hefst þann 1. janúar árið 2020.

Formennska Króatíu hefur skuldbundið sig til að styrkja undirstöðu félagslegra réttinda í Evrópu og þann ávinning sem hún færir evrópskum ríkisborgurum hvað varðar sanngjarnar vinnuaðstæður og heilbrigðisþjónustu, sem og að hámarka þau tækifæri sem stafræn þróun veitir fyrir sjálfbæran vöxt.

Fræðast meira um formennsku í ráðinu

20/12/2019

Laura Artal via pixabay.com

Hvað eru lönd í Evrópu og víðar að gera til að takast á við vinnutengd stoðkerfisvandamál? 25 nýjar dæmisögur okkar skoða ýmis stefnumótandi frumkvæði sem miða að forvörnum og stjórnun stoðkerfisvandamála. Í þeim er greint frá því hvað sérhvert framtak hefur náð, árangursþáttum og áskorunum og möguleikum á því að flytja þessa þekkingu til annarra geira eða landa.

17/12/2019

Nú þegar við erum að gera okkur tilbúin að hringja inn árið 2020 er kominn smá tími til umhugsunar: Við hjá EU-OSHA erum að horfa til baka á 25 ára skeið sem fyllt er með vitundarvakningu og rannsóknarstarfsemi — niðurstöður stöðugrar viðleitni okkar til að bæta starfsskilyrði í Evrópu.

Þökk sé hinu virka samstarfsneti hjá okkur sem samanstendur af innlendu tengiliðaneti, aðilum vinnumarkaðarins, herferðaraðilum okkar og öðrum hagsmunaaðilum, þá hafa skilaboð okkar um að efla menningu um áhættuforvarnir verið dreift víða á árinu 2019.

16/12/2019

Hinir ótrúlegu möguleikar stafrænnar tækni valda byltingu á vinnustöðum en hvaða þýðingu hefur slíkt fyrir öryggi og heilbrigði launþega? Nýi bæklingurinn okkar veitir yfirlit yfir vinnu okkar á sviði stafrænnar tækni — þar á meðal nýleg framsýnisverkefni — og áhrif hennar á vinnuvernd.

Bæklingurinn undirstrikar hvernig við getum lágmarkað hugsanleg neikvæð áhrif starfrænnar tækni á vinnuvernd. Það sem meira er að þá sýnir hann hvernig við getum notað stafræna tækni til að bæta forvarnir á vinnustöðum.

13/12/2019

photo: Gerd Altmann via pixabay.com

Eftir lokafund árangursríkrar herferðar, þakkar EU-OSHA öllum samstarfsaðilum fyrir að taka þátt í herferðinni 2018-19 sem nefndist: Góð vinnuvernd vinnur á hættulegum efnum. Það er þökk sé þeirra miklu vinnu sem herferðin hefur verið svo árangursrík.

Undirbúningur er nú þegar vel á veg kominn vegna næstu herferðar. Herferðin 2020-22 — Góð vinnuvernd léttir byrðina — tekst á við stoðkerfisvandamál (MSD), sem er viðvarandi vandamál sem hefur áhrif á milljónir starfsmanna um alla Evrópu.

Pages

Pages