Hápunktar
29/05/2020

Efling æskulýðs gegn stóru tóbaksfyrirtækjunum er stefna fyrir heilbrigðari vinnustaði

napofilm.net

Hvernig er best að vernda ungt fólk fyrir brögðum tóbaksiðnaðarins er ákall Reyklausa dagsins, 31. maí um aðgerðir, en honum er fagnað í Evrópuvikunni gegn krabbameini.

Það er einnig mikilvægt skref í átt að reyklausu vinnuumhverfi að veita ungu fólki þekkingu um hin hræðilegu áhrif tóbaks á heilbrigði. Eins og á hverju ári tekur EU-OSHA þátt í þessari alþjóðlegu herferð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn reykingum til þess að auka vitund fólks um skaðleg áhrif tóbaks á vinnustöðum.

Taktu þátt og hjálpaðu okkur að gera alla daga að Reyklausum degi á vinnustöðum!

Kynntu þér úrræði til að hjálpa þér og samstarfsmönnum þínum við að stuðla að og tryggja reyklausa vinnustaði

Horfðu á Napo í…lungun í vinnunni og kynntu þér hvernig eigi að takast á við tóbaksreykingar

 Skoðaðu vefhlutann um vinnutengt krabbamein