Hápunktar
29/05/2019

Tóbakslausi dagurinn: segðu nei við reykingum og verndaðu lungnaheilsu þína

napofilm.net

Á hverju ári, þann 31. maí,, er athyglinni beint að skaðlegum og banvænum áhrifum tóbaksnotkunar og óbeinna reykinga. Tóbakslausi dagurinn miðar að því að draga úr notkun tóbaks og hvetja einstaklinga, almenning og yfirvöld til að grípa til aðgerða og stuðla að reyklausum lífstíl.

Þetta framtak hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á hverju ári bendir á þema sem miðlar samræmdum alþjóðlegum skilaboðum og 2019 herferðin er vitundarvakning um váhrifin frá tóbaki og hvernig þau stefna lungnaheilbrigði í hættu, allt frá krabbameini til krónískra öndunarfærasjúkdóma.

Þrátt fyrir almenna þekkingu á skaðlegum áhrifum á heilsu fólks er mörgum launþegum ennþá ómögulegt að vinna í reyklausu umhverfi. EU-OSHA býður upp á safn upplýsingablaða til að hjálpa til við að tryggja reyklaust vinnuumhverfi fyrir alla.

Horfðu á Napo í…lungun í vinnunni og komstu að því hvernig á að takast á við tóbaksreyk

Lestu meira um vinnutengt krabbamein og hættuleg efni