Hápunktar
Aftur að hápunktumAlþjóðakrabbameinsdagurinn 2023: tækifæri til að beina sjónum að vinnutengdu krabbameini

© UICC
Alþjóðakrabbameinsdagurinn er haldinn 4. febrúar ár hvert og hvetur okkur til að vera meðvituð um og grípa til aðgerða til að draga úr álagi af völdum krabbameins í heiminum. EU-OSHA hefur einsett sér að taka þátt í baráttunni gegn krabbameini en það er helsta orsök vinnutengdra dauðsfalla í Evrópusambandinu.
Sem hluti af því mun EU-OSHA leggja lokahönd í þessum mánuði á könnunina á váhrifum meðal launþega til að greina krabbameinsáhættuþætti á vinnustöðum og verður tilkynnt um fyrstu niðurstöðurnar síðar á þessu ári. Könnunin leitast við að veita upplýsingar til að bæta vernd gegn hættulegum efnum og getur stuðlað að uppfærslu á löggjöf Evrópusambandsins.
Skoða upplýsingablað EU-OSHA um krabbameinsvalda á vinnustöðum og staðreyndablöð á mörgum tungumálum um krabbameinsvaldandi efni og ferla sem birt voru í Vegvísinum um krabbameinsvalda en það er verkefni sem EU-OSHA styður með virkum hætti.
Horfa á nýlega kvikmynd með Napó „Faldir morðingjar“ til að vekja athygli á áhættunni af krabbameinsvöldum sem myndast við vinnslu og hvernig eigi að koma í veg fyrir þá.
Frekari upplýsingar um Alþjóðakrabbameinsdaginn og alla viðburði herferðarinnar til að loka bilinu í krabbameinsumönnun.