Hápunktar
04/02/2020

Alþjóða krabbameinsdagurinn: staðráðin í að vinna saman til að gera vinnustaði lausa við krabbamein

Image by Jill Wellington from Pixabay

Á síðustu 20 árum, hefur Alþjóða krabbameinsdagurinn sem er 4. febrúar orðið að kraftmikilli hreyfingu sem hefur hvatt fyrirtæki, samfélög og einstakling til að auka vitund um sjúkdóminn og grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum hans á heimsvísu.

Vinnutengt krabbamein heldur áfram að vera stærsta áskorunin varðandi vinnuvernd í Evrópu. 120.000 krabbameinstilfelli koma upp á hverju ári vegna útsetningar fyrir krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum.

Með rannsóknum og viðburðum til að efla vitund fólks um málefnið, leggur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) sitt af mörkum í baráttunni gegn vinnutengdu krabbameini. Við erum núna á undirbúningsstigi við gerð á könnun til að safna ítarlegum gögnum um áhættuþætti krabbameins vegna váhrifa á starfsfólk í Evrópu. Markmiðið með könnuninni er að betrumbæta vitundarherferðir og forvarnaraðgerðir, og stuðla að gagnreyndri stefnumótun.

Frekari upplýsingar um verkefnið okkar Könnun á áhættuþáttum krabbameins vegna váhrifa á starfsfólk í Evrópu

Skoðaðu vefsvæðið okkar um vinnutengt krabbamein

Sjáðu Vegvísi um krabbameinsvaldandi efni og það virka hlutverk sem Evrópska vinnuverndarstofnunin leikur

Taktu þátt í Alþjóða krabbameinsdeginum og #IAmAndIWill herferðinni