Hápunktar
15/11/2019

Vinnutengd stoðkerfisvandamál: tíðni, kostnaður og lýðfræðiupplýsingar í ESB

© Cristina Vatielli 

Í nýju yfirgripsmiklu Evrópsku yfirlitsskýrslu okkar og samantekt er skoðað hvernig stoðkerfisvandamál hafa áhrif á evrópskt vinnuafl, samfélag og efnahagskerfi.

Þessar útgáfur eru hluti af stóru verkefni Evrópsku vinnumálastofnunarinnar (EU-OSHA) sem miðar að því að greina innlend og evrópsk gögn yfir stoðkerfisvandamál, áhrif þeirra á heilsu og vinnu, áhættuþætti, og forvarnarstarf og ráðstafanir til að snúa aftur til vinnu.

Þessi ítarlega greining bendir til að þörf sé á samþættri nálgun til að koma í veg fyrir vinnutengd stoðkerfisvandamál, sem hafa áhrif á milljónir starfsfólks og kosta vinnuveitendur milljarða evra. 

Nokkrar innlendar skýrslur munu fylgja brátt í kjölfarið.

Skoða lokaútgáfu af yfirlitsskýrslunni og samantektina

Skoða þematengda vefsvæðið okkar til að fá frekari upplýsingar um vinnutengd stoðkerfisvandamál