Hápunktar
18/08/2020

Hvað þýðir stafræn þróun fyrir öryggi og heilbrigði á vinnustöðum?

Image by Gerd Altmann from Pixabay

Eftir því sem gervigreind og þjarkatækni verður eðlilegur hluti starfa okkar mun slík stafræn tækni hafa sívaxandi áhrif á öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Bæklingurinn okkar um rannsóknir á stafrænni þróun er nú í boði á fjölmörgum tungumálum. Hann kynnir áskoranir fyrir öryggi og heilbrigði af völdum stafrænnar þróunar og þau tækifæri sem hún skapar fyrir bættum vinnuaðstæðum.

Umræðublöðin okkar um stórgögn, þrívíddarprentun, gönguþjarka og gervigreind má nú einnig finna á fjölmörgum tungumálum.

Skoðaðu allt útgefið efni okkar um stafræna þróun og ágripið Framtíðarspár og fyrirhyggja varðandi nýjar og aðsteðjandi hættur þegar kemur að vinnuvernd í tengslum við aukna stafræna þróun fyrir 2025 (í boði á 8 tungumálum)

Skoðaðu vefsíðuna okkar um upplýsinga- og samskiptatækni, stafræna þróun og vinnu