Hápunktar
01/08/2019

Virði vinnuverndar — mat á kostnaði vinnuslysa og -sjúkdóma

@Carlos Muza on Unsplash

Í nýrri skýrslu fjallar EU-OSHA um niðurstöður seinni hluta verkefnis stofnunarinnar „Kostnaður og ávinningur vinnuverndar“. Hún lýsir tveimur nálgunum við að leggja mat á fjárhagslega byrði vinnutengdra sjúkdóma, meiðsla og dauða.

Mat á kostnaði var gert fyrir fimm aðildarríki Evrópusambandsins en þau voru valin út frá fjölbreyttri landafræði, iðnaði og félagslegum kerfum í Evrópu. Skýrslan ber saman niðurstöðurnar og kannar veikleika og styrkleika hverrar nálgunar. Fjallað er um aðferðarfræðina og helstu niðurstöður í stuttu yfirliti yfir skýrsluna og í gegnum SlideShare.

Mat á efnahagslegum áhrifum vinnutengds heilsubrests er ómetanlegt fyrir stefnumótendur. Það gerir þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um stefnur og stefnumótun á sviði öryggis og heilbrigðis.

Sækja heildarskýrsluna um mat á kostnaði vinnutengdra meiðsla og sjúkdóma

Hnitmiðuð umfjöllun um niðurstöðurnar má finna í SlideShare kynningunni okkar

Frekari upplýsingar um kostnað og ávinning vinnuverndar