Hápunktar
19/09/2019

Að skilja stoðkerfisvandamál með Napo

Napo kemur til að hjálpa á vinnustöðum með nýja verkfærakistu á netinu til að auka meðvitund um stoðkerfisvandamál og til að veita ráð varðandi vandamálið.

Verkfærakistan „Að skilja stoðkerfisvandamál“ nýtir sér eldri Napo kvikmyndir og inniheldur 14 mismunandi verkefni til að auðvelda hópumræður í fyrirtækjum með eigið starfsfólki og starfsmönnum í aðfangakeðjunni þeirra.

Skrifstofuvinna, hleðsluburður, síendurtekin verk, skringileg og kyrrstæð líkamsstaða sem og áhrifin af þeim er tekið fyrir í verkefnakistunni. Auk þess eru fyrirbyggjandi ráðstafanir á vinnustaðnum skoðaðar innan ramma aðgerðanna.

Verkefnakistan hentar einnig til notkunnar fyrir starfsþjálfunarnámskeið.

Skoðaðu nýja vefsvæðið Napo á vinnustaðnum

Hægt er að nota verkefnakistuna í tengslum við Samræðupunktar fyrir umræður á vinnustað varðandi stoðkerfisvandamál

Farðu einnig á Heimasíðu Napos og Napo fyrir kennara, sem hefur verið lítillega uppfærð til að auka viðmótið á netinu