Hápunktar
04/10/2019

Í átt að öruggari vinnuumhverfi í skóla með OiRA

Alþjóðlegur dagur kennara hinn 5. október er ekki aðeins tími til að sýna kennurum þakklæti - það getur líka verið tækifæri til að hugleiða hvernig hægt er að bæta frekar stöðu, réttindi og starfsskilyrði þeirra.

Aðilar vinnumarkaðarins á evrópskum vettvangi ETUCE og EFEE, hafa í nánu samstarfi við EU-OSHA, þróað tvö veflæg verkfæri til að hjálpa leikskólum (ECEC) og stofnunum á sviði grunn- og framhaldsskóla til að meta hættur tengda öryggi og aðbúnaði á vinnustað og grípa til árangursríkra forvarnaraðgerða, ekki bara fyrir kennara heldur alla starfsmenn sem það á við!

Formótun þessara verkfæra var kynnt árið 2016 í sameiginlegri yfirlýsingu frá báðum samstarfsaðilum: Að koma í veg fyrir og berjast gegn sálfélagslegum hættum í menntageiranum.

Hættur í menntageiranum eiga sér marga fleti og verkfærin hafa að geyma fjöldann allan af forvarnaraðgerðum - varðandi sálfélagslegar hættur, hættur á að hrasa, renna og detta, hættur sem orsakast af skorti á viðhaldi bygginga, og margar aðrar.

Kannaðu og deildu OiRA verkfæri fyrir grunn- og framhaldsmenntun og OiRA verkfæri fyrir leikskólastig.

Nokkrir landsbundnir OiRA samstarfsaðilar hafa þegar tekið á mikilvægi heilsuverndar á vinnustað með því að bjóða upp á landsbundin verkfæri á eigin tungumáli. Líttu á hvaða verkfæri eru fyrir hendi