You are here

Hápunktar
29/06/2017

Í átt að aldursvænni vinnu í Evrópu: Lífsferils sjónarhorn á vinnu og öldrun frá ESB-stofnunum

Íbúar og vinnuafl ESB eru að eldast. Það hefur áhrif á atvinnu, starfsskilyrði, lífsgæði og velferð. Hvernig getum við mætt þessum áskorunum Ný skýrsla frá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni sýnir hvernig upplýsingar frá fjórum stofnunum geta stutt við stefnumótun með því að bæta hvora aðra upp þannig að heildin verður stærri en hver hlutur fyrir sig. Skýrslan byggir á sérfræðiþekkingu hverrar stofnunar á þeirra svæðum og nær yfir mismunandi áskoranir sem tengjast vinnuafli sem er að eldast og frumlegum lausnum.

  • Evrópska vinnuverndarstofnunin gefur stefnumáladæmi um samþættar nálganir við öryggi og heilbrigði á vinnustað fyrir vinnuafl sem er að eldast.
  • Eurofound rannsakar starfsskilyrði verkamanna á öllum aldri, tengdum niðurstöðum um vinnusjálfbærni og hvernig rétt stefna getur stuðlað að lengri starfsævi.
  • Cedefop skoðar hvernig hægt er að nota starfsnám og þjálfun til að styðja við virka öldrun í starfi.
  • EIGE gefur kynjað sjónarhorn á öldrun vinnuaflsins og ræðir mismunandi áskoranir sem konur og karlar standa frammi fyrir.

Skýrslan útlistar einnig áhrif langtíma lýðfræðilegri leitni á atvinnu, og rannsakar lífstíma þátttöku í námi. Þessu fylgir kall um virkar öldrunarlausnir sem tryggja að eldra starfsfólk haldist virkt, faglært og í starfi.

Lesa alla skýrsluna frá stofnunum

Fræðast meira um verkefnið „Öruggari og heilbrigðari vinna á öllum aldri“

Fá fleiri upplýsingar um Heilbrigður vinnustaður fyrir allan aldur herferðina frá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni