Hápunktar
04/10/2019

Taktu þátt í Evrópuvika vinnuverndar 2019

EU-OSHA og samstarfsmenn stofnunarinnar hafa enn á ný tekið höndum saman við skipulagningu á hundruðum atburðum og athöfnum til að vekja fólk til vitundar alls staðar í Evrópu dagana 21. til 25. október.

Evrópuvika vinnuverndar í ár heldur áfram að ljá stuðning sinn við herferðina Vinnuvernd er allra hagur — stjórnun hættulegra efna á vinnustöðum.

Hjálpaðu til við að auka öryggi á vinnustöðum Evrópu með kynningarefni herferðarinnar, þátttöku í viðburði nærri þér eða notkun á netverkfærinu okkar fyrir hættuleg efni.

Lestu fréttatilkynninguna

Fylgstu með viðburðum vikunnar á sérstakri Facebook síðu