You are here

Hápunktar
22/08/2017

Varð- og viðbragðskerfi finna snemmbúin merki um starfstengda sjúkdóma.

Viðbragðs- og varðkerfi gera mögulega greiningu nýrra eða upprennandi vinnutengdra sjúkdóma og eru gagnlegar til viðbótar við opinberar tölur um atvinnusjúkdóma. Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur farið yfir heimildir um takmarkaðan fjölda viðbragðs- og varðnálgana sem eru til staðar, til að meta gagnsemi þeirra.

Þær geta aðstoðað við að leiðbeina íhlutunar- og forvarnarstarfi á vinnustöðum.

Yfirferð Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar gefur dæmi um góðar starfsvenjur og leggur áherslu á mikilvægi þess að samþætta betur mat á váhrifum á vinnustað, bæta yfirlit með vissum starfsmannahópum og sjúkdómum og ná til réttra gerenda til að fá hámarks ávinning úr þessum kerfum.

Sækja skýrsluna í heild sinni hér

Frekari upplýsingar um hættuleg efni og starfstengda sjúkdóma

Lestu um mikilvægi þess að fylgjast með nýjum og upprennandi starfstengdum öryggis og heilbrigðis hættum