You are here

Hápunktar
02/05/2017

Áhættumat á netinu - horfðu á myndbandið með Napo

Napo hefur sett sér það markmið að sannfæra yfirmanninn sinn að það hafi aldrei verið jafn auðvelt að framkvæma áhættumat, þökk sé OiRA. Í sameiningu greina þeir og meta öryggis- og heilsufarsáhættur á vinnustað og gera viðeigandi ráðstafanir til að draga úr þeim.

Með því að nota Gagnvirka áhættumatstólið á netinu - OiRA, geta lítil fyrirtæki og örfyrirtæki fylgt dæmi Napos og byrjað að taka á öryggis- og heilsufarsáhættum. Um 120 gagnvirk OiRA tól eru þegar tilbúin til notkunar á netinu. Þau eru sniðin að 60 starfgreinum og geirum atvinnulífsins og hægt er að nota þau í meira en 15 löndum. Mörg fleiri eru þegar í þróun.

Fylgdu fordæmi Napos og framkvæmdu áhættumat á netinu núna.

Horfðu á myndbandið

Skoða vefsíðu OiRA verkefnisins