Hápunktar
12/02/2019

Áhættumat með OiRA handa hárgreiðslufólki útskýrt í nýju myndbandi

EU-OSHA, Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur tekið höndum saman við hárgreiðslufólk í Evrópu í þeim tilgangi að framleiða nýtt myndband sem sýnir hvernig eigi að draga úr vinnuverndaráhættuþáttum með aðstoð OiRA (gagnvirkt áhættumatstól á Netinu, e. Online interactive Risk Assessment tool). Myndbandið er viðbót við nýlega útgefið myndefni um áhættumat þar sem OiRA búnaður er notaður.

Hárgreiðslufólk þarf að takast á við margs konar áhættuþætti eins og erfiðleika í sambandi við stoðvefina sem tengist vinnustellingum og húðvandamálum vegna bleytu í vinnuumhverfinu og umgengni við snyrtivörur. OiRA búnaðurinn gefur kost á gjaldfrjálsum lausnum og lausnum sem auðvelt er að nota gagnvart þessum hversdagslegu starftengdu heilsufarsógnum.

Myndbandið fyrir hárgreiðslufólk og OiRA verkfærið hafa verið þróuð í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins á vettvangi ESB en þeir eru coiffure og UniEuropa.

Myndbandið er textað á tungumálum þeirra landa þar sem OiRA verkfæri fyrir hárgreiðslufólk er þegar til staðar.

Skoðið myndbandið, upplýsingamyndirnar og þau verkfæri sem eru fyrir hendi.

Hjálpið okkur að stuðla að öruggari og heilnæmari vinnustöðum með því að miðla myllumerkinu #OiRAtools.