Hápunktar
20/11/2019

Sálfélagslegir áhættuþættir og setur: áhættuþættir sem oft var greint frá í ESENER könnuninni frá 2019

photo: Aline Dassel via https://pixabay.com/

Oft tilkynna starfsstöðvar ennþá um, að það að þurfa að fást við erfitt fólk, endurteknar hreyfingar handleggja og handa, og að lyfta upp og hreyfa fólk eða þungar byrðar, séu áhættuþættir er snerta heilsu starfsmanna um alla Evrópu. Þetta eru upplýsingar samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr þriðju fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi áhættur (ESENER-3).

Niðurstöðurnar frá árinu 2019 byggjast á viðtölum sem tekin voru í meira en 45.000 fyrirtækjum af öllum stærðum í 33 Evrópulöndum.

Spurningar sem var bætt við í könnuninni 2019 varpa nýju ljósi á vaxandi áhættuþætti á sviði vinnuverndar (OSH) — t.d. áhrif stafrænnar umbreytingar og mikilvægi langvarandi setu, sem ESENER-3 leiddi í ljós að nú er orðinn þriðji algengasti áhættuþáttur sem evrópsk fyrirtæki tilkynna um.

Samanburður á niðurstöðum ESENER-2 frá árinu 2014 auðkennir þróunarleitni innan einstakra landa og innan ESB, ekki eingöngu á sviði áhættuþátta, en einnig við stjórn OSH og á svið tengdra hvata og hindrana. Þátttaka starfsmanna varðandi stjórnun sálfélagslegra áhættuþátta, t.d., hefur dregið úr fjölda landa þrátt fyrir þátttökuvæna nálgun sem virðurkennt er að sé mikilvæg þegar fengist er við þessa sífellt algengari áhættuþætti. Á hinn bóginn, sem betur fer, þá hefur hlutfall þeirra starfsstöðva sem framkvæma áhættumöt aukist í sumum löndum.

Þessi einstaka gagnalind er ómetanlegt tæki sem hannað er til að upplýsa um þróun nýrra stefnumála og til að styðja vinnustaði við að eiga í samskiptum við OSH á gagnvirkari hátt. Útgáfutitlar á breiðu sviði og glænýtt gagnabirtingarverkfæri sem fylgir niðurstöðum könnunar verður aðgengilegt frá árinu 2020.

Sjá nánar um fyrstu niðurstöður ESENER-3

Heimsækið vefhluta okkar varðandi frekari upplýsingar um ESENER