Hápunktar

Back to highlights

Rannsóknir sýna okkur tengslin á milli sálfélagslegs heilbrigðis og stoðkerfissjúkdóma!

Image

Ný rannsókn, sem EU-OSHA hefur birt, sýnir vísbendingar um tengsl á milli sálfélagslegra áhættuþátta og stoðkerfissjúkdóma.

Á grunni nýjustu upplýsinga frá Evrópu um áhrif andlegrar vellíðunar skoða vísindamenn hvernig sálfélagsleg áhætta getur stuðlað að og eflt stoðkerfissjúkdóma og hvernig tengja megi stoðkerfissjúkdóma við sálfélagslega þætti. Þeir veita tilmæli um skilvirkar nálganir til að koma í veg fyrir stoðkerfissjúkdóma og ræða um hvernig snemmbúnar íhlutanir og stuðningur frá vinnuveitendum og samstarfsmönnum geta auðveldað starfsmönnum að snúa aftur eftir veikindaleyfi vegna stoðkerfissjúkdóma.  

Tilmæli um hvernig eigi að standa vörð um öryggi og heilbrigði starfsmanna þegar breytt er yfir í fjarvinnu eru einnig í boði.

Frekari upplýsingar í rannsóknarskýrslunum okkar og samantektum:

Frekari upplýsingar um forgangssviðið sálfélagsleg áhætta í herferðinni Hæfilegt álag - heilbrigt stoðkerfi.