You are here

Hápunktar
14/03/2018

Að koma í veg fyrir vinnutengda sjúkdóma: EU-OSHA opnar nýtt vefsvæði

Samkvæmt nýlegu mati eru vinnutengdir sjúkdómar ástæðan fyrir 200.000 dauðsföllum á ári hverju í Evrópu. Vinnutengd vanheilsa og líkamstjón kostar Evrópusambandið 476 milljarða evra á hverju ári sem hægt væri að spara með réttum vinnuverndar áætlunum, stefnumörkun og aðferðum. Það er í forgangi hjá EU-OSHA að auka vitund um þessa sjúkdóma, þar með talið vinnutengd krabbamein.

Rannsóknir EU-OSHA hafa það að markmiði að bjóða upp á gagnagrunn fyrir stefnumörkun og hjálpa til við að deila góðum aðferðum við forvarnir og endurhæfingu. Nýlegar EU-OSHA rannsóknir hafa einblínt á viðvörunar og varðkerfi í vinnuvernd, vinnutengda sjúkdóma vegna líffræðilegra efna og endurhæfingu og endurkomu til vinnu eftir krabbameinsmeðferð.

Lesa meira um EU-OSHA verkefni sem varða vinnutengda sjúkdóma á nýja vefsvæðinu