Hápunktar
Aftur að hápunktumBúðu til áhættumat á vinnustaðnum þínum með þessu nýja almenna OiRA-verkfæri

© EU-OSHA
Ímyndaðu þér fyrirtæki, sem getur lagt mat á vinnuverndarhættur með hröðum og auðveldum hætti: nýútgefið almennt Gagnvirkt áhættumatstól á netinu (OiRA) býður upp á slíkt án endurgjalds. Það getur hjálpað öllum fyrirtækjum óháð atvinnugeira til að búa til öflugar forvarnaráætlanir til að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn.
Nýja áhættumatslausnin er kjörin fyrir fyrirtæki sem falla ekki undir eitt af núverandi 326 OiRA-atvinnugreinatólunum. Af þessari tilkomumiklu tölu komu 37 tól á markað árið 2022 og yfir 60 eru í þróun.
Yfir 261.300 áhættumöt hafa verið framkvæmd og skráðir notendur eru 157.800 og er OiRA því orðið að vinsælasta notendadrifna verkvanginum til að leggja mat á og stjórna vinnutengdri áhættu hjá ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu.
Kynntu þér allt um OiRA og skoðaðu tól í boði á tungumálinu eða í atvinnugeiranum þínum