Hápunktar
07/08/2019

Áhættur á sviði vinnuverndar og hvernig eigi að koma í veg fyrir þær: 25 ár af vitundarvakningu

Eitt af helstu markmiðum EU-OSHA er að auka vitund um þær áhættur sem launþegar standa frammi fyrir og hvernig eigi að koma í veg fyrir þær. Síðastliðin 25 ár hefur stofnunin og samstarfsaðilar hennar leitast við að ná til markhópa sinna með herferðunum Vinnuvernd er allra hagur, Evrópuviku vinnuverndar og margvíslegum öðrum aðgerðum til vitundavakningar.

Lykillinn að því að ná árangri við slíka vitundavakningu er að ná til markhópanna og stuðla að öruggum og heilbrigðum starfsvenjum á vinnustöðum í Evrópu. Napo — hinn ástsæli málsvari vinnuverndar — gerir einmitt það í röð tallausra myndbanda þar sem mikilvægum skilaboðum er komið á framfæri með skemmtilegum hætti.

Lesið nýju greinina til að fá frekari upplýsingar um starf EU-OSHA á sviði vitundarvakningar

Frekari upplýsingar um núverandi herferð Vinnuvernd er allra hagur

Frekari upplýsingar um Napo og vinnuverndarsamtökin á bak við myndböndin