You are here

Hápunktar
02/03/2017

Vefsíða gagnvirka hættumatshugbúnaðarins á Netinu (OiRA) - endurnýjuð fyrir 2017!

Hvort sem þú kemur að því að stjórna öryggis- og heilsuvörnum á vinnustað eða tengist vinnuverndarsamfélaginu, geturðu ávallt fundið eitthvað sem höfðar til þín á uppfærðu OiRA vefsíðunni sem er á fjölmörgum tungumálum.

Þar er að finna tæki og tól fyrir örfyrirtæki sem og smá fyrirtæki, sem sniðin eru að einstökum svæðum og löndum, og eins er nýtt og notendavænt umhverfi síðunnar hannað með það í huga að auðvelda notendum að framkvæma hættumat. Nýju hlutarnir innihalda ‘Kynningarúrræði’, sem bjóða upp á fjölbreytt efni, þar á meðal upplýsingamyndir, staðreyndablöð og myndbönd, sem hægt er að hlaða niður og má nota til að kynna OiRA fyrir fyrirtækjum.

Kynntu þér hina endurnýjuðu vefsíðu núna!