Hápunktar
04/06/2020

Nýtt OiRA verkfæri hjálpar vinnustöðum við að framkvæma COVID-19 áhættumat

Nú þegar byrjað er að aflétta hömlum vegna COVID-19 í Evrópu eru mörg fyrirtæki og samtök byrjuð að skipuleggja hvernig starfsmenn geta snúið aftur til vinnu með öruggum hætti. Gagnvirka áhættumatstól EU-OSHA á netinu – OiRA býður upp á sérsniðið verkfæri til að styðja við það.

Þetta gagnvirka verkfæri getur aðstoðað við að greina, leggja mat á og stjórna áhættum af völdum COVID-19 svo hægt sé að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi þegar fólk snýr aftur til starfa. Það nær yfir fjölbreyttar aðstæður, meðal annars hvernig eigi að bregðast við ef launþegi sýnir einkenni COVID-19, hvernig eigi að tryggja líkamlega forðun á vinnustaðnum og hvernig eigi að stjórna utanaðkomandi þjónustuaðilum.

COVID-19 OiRA verkfærið er í boði fyrir innlenda OiRA samstarfsaðila og geta þeir lagað það að innlendum reglum og aðstæðum. Sumar atvinnugreinar munu þurfa að bæta við tilmæli OiRA með sértækari kröfum.

Prófaðu OiRA COVID-19 áhættumatstólið

Skoðaðu sérstaka COVID-19 síðu okkar til að fá aðgang að meira efni og sérhæfðri ráðgjöf.