Hápunktar
Aftur að hápunktumNýir vísar og aðgerðir í Vinnuverndarbarómetranum

Það hefur aldrei verið auðveldara að nota Vinnuverndarbarómetrinn til að finna upplýsingar um stöðu vinnuverndarmála í Evrópu. Mikilvægum vísum um vinnuverndarmál er nú skipt upp og þeir flokkaðir eftir „slysum, sjúkdómum og velferð“ og „vinnuaðstæðum og forvörnum“. Nýi vísirinn um vinnutengda sjúkdóma veitir nýjustu alþjóðlegar upplýsingar um áhrif vinnu á helstu sjúkdómahópa fyrir ESB-27. Endurhannaða verkfærið býður einnig upp á upplýsingar um reglur og alþjóðastofnanir og verkefni á sviði vinnuverndar.
Að lokum er hægt að bera innlendar upplýsingar saman við 1 eða 2 önnur lönd auk upplýsinga frá fyrri árum. Notendur geta einnig búið til myndir og sótt skýrslu með öllum upplýsingum eftir löndum.
Fáið aðgang að myndgerðartóli Vinnuverndarbarómetrans, OSH Barometer