Hápunktar
05/12/2019

Vef-tólið ‘Hættuleg efni’ hefur nú þegar verið laga að 7 löndum

Netverkfæri EU-OSHA um hættuleg efni og efnavörur, sem er á meðal margra hjálpargagna herferðarinnar 2018-2019 Vinnuvernd er allra hagur, er ætlað að gefa fyrirtækjum þær upplýsingar og ráð sem þau þurfa til að leggja mat á og stjórna tengdum öryggis og heilbrigðis áhættum. 

Þessi gagnvirki vefleiðarvísir, sem er með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki án sérstakrar þekkingar á hættulegum efnum, gefur sérsniðnar og auðskiljanlegar bakgrunnsupplýsingar og upplýsingar um góðar starfshætti þegar kemur að áhættu, merkingum, löggjöf, forvörnum og miklu fleira.

Rafræna tólið býr einnig til skýrslu, byggða á spurningalista, sem er aðlöguð að aðstæðum í hverju fyrirtæki, um stjórnun hættulegra efna, þar á meðal ráðleggingar um úrbætur. 

Til viðbótar við ESB útgáfuna sem er á ensku, hefur tólið þegar verið aðlagað að íslenskum, norskum og portúgölskum aðstæðum. Nú erum við að vinna að því að koma því í fleiri lönd: Austurríki, Eistland, Rúmeníu og Slóveníu.

Skoða hættuleg efni rafræna tólið

Heimsæktu netkaflann hjá okkur um hættuleg efni