Hápunktar
28/04/2020

Napó vinnur heiman frá sér til að stöðva heimsfaraldurinn

source: napofilm.net

Napó, líkt og milljónir Evrópubúa, er nú í fjarvinnu og þurfti að koma sér upp vinnuaðstöðu heima hjá sér og reynir nú að halda eins góðu jafnvægi á milli einkalífs og vinnu og hann getur. En það er ekki auðvelt! Í þessu stutta myndskeiði, sendir Napó ásamt Boss og samstarfsmanni sínum Napette, okkur einföld skilaboð – vinnið heiman frá ykkur en gerið það með öruggum hætti og hjálpið til við að stöðva heimsfaraldurinn. 

Horfðu á og deildu nýja myndskeiðinu Napó er…í fjarvinnu til að stöðva heimsfaraldurinn og næstnýjasta Napó í…stöðvaðu heimsfaraldurinn

Skoðaðu reglulega vefsíðuna okkar um COVID-19: Efni fyrir vinnustaði

Skoðaðu upplýsingar um Heimsdag vinnuverndar sem fer fram 28. apríl undir slagorðinu Stöðvum heimsfaraldurinn: vinnuvernd getur bjargað lífum.