Hápunktar
24/07/2019

Napo — Sendiherra Evrópu varðandi heilsusamlega vinnustaði

Napo er hetjan í myndaflokki stuttra teiknimynda sem fjalla um mikilvæg viðfangsefni á sviði vinnuverndar (OSH) sem er framleidd af Napo Consortium. Kvikmyndirnar eru á léttum nótum en vekja til umhugsunar og skilaboðin í þeim eru alvarleg.

Napo og samstarfsfólk hans eiga samskipti á tungumáli sem er án orða. Þetta merkir að kvikmyndirnar geta talað til fólks í öllum aldurshópum og af alls konar menningarsvæðum um alla Evrópu og geta hjálpað til við dreifingu á skilaboðum um vinnuvernd.

Sem málsvari vinnuverndar hefur Napo komið fram sem sendiherra Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar varðandi heilsusamlega vinnustaði í yfir 20 ár.

Aflið ykkur frekari upplýsinga um Napo og kvikmyndirnar og aðrar vörur í dreifibréfi okkar ‘Napo — Öryggi með brosi á vör’

Heimsækið Napo vefsíðuna til að hlaða niður og sjá kvikmyndirnar