Hápunktar

Back to highlights

Skrifaðu niður daginn fyrir leiðtogafund herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2022!

Image

Hvaða árangri hefur stærsta vinnuverndarherferð í heiminum náð? Dagana 14. til 15. nóvember 2022 verður leiðtogafundur herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2022 haldinn í Bilbaó og munu þar koma saman helstu sérfræðingar á sviði vinnuverndar ásamt fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Evrópuþingsins og baskneskra stjórnvalda til að ræða niðurstöður herferðarinnar Hæfilegt álag — heilbrigt stoðkerfi 2020-22.

Þar skapast tækifæri til að miðla þekkingu og kafa ofan í stefnur framtíðarinnar til að koma með skilvirkum hætti í veg fyrir stoðkerfissjúkdóma á vinnustöðum. Einnig verður haldin sérstök athöfn til að fagna sigurvegurum Verðlaunanna fyrir góða starfshætti.

Fylgstu með streymi af atburðinum á vefsíðu leiðtogafundar herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2022 þar sem einnig má finna upplýsingar um dagskrána og ræðumenn.

Fylgstu með nýjustu fréttum og umfjöllun í rauntíma með því að fylgjast með #EUOSHASummit