Hápunktar

Back to highlights

Berjumst gegn váhrifum krabbameinsvalda á vinnustöðum með Napó!

Image

Hátt hlutfall starfsmanna í ESB verður hugsanlega fyrir váhrifum af völdum „krabbameinsvaldandi efna sem verða til við vinnslu“, einkum útblásturslofts eins og frá dísilvélum, kísilryks, harðviðarryki og reyk frá logsuðu. Oft á tíðum eru þeir ómeðvitaðir um þetta.

Í nýrri myndbandsstiklu sýna Napó og samstarfsmenn hans hefðbundnar starfsgreinar þar sem váhrif af völdum þessara krabbameinsvaldandi efna eru mikil. Þeir vinna í byggingarvinnu, á vélaverkstæðum eða trésmíðaverkstæðum og leita með yfirmanni sínum að forvarnarleiðum svo þeir geti sinnt vinnu sinni við öruggar og heilsusamlegar aðstæður.  

Baráttan við krabbamein er forgangsmál í stefnuramma ESB um vinnuvernd 2021-2027. Aukum vitund um vinnutengt krabbamein og hvernig megi koma í veg fyrir það með Napó!

Horfðu og deildu nýju myndinni Napó í... faldir morðingjar

Taktu þátt í verkefninu vegvísir um krabbameinsvalda til að draga úr útsetningu fyrir krabbameinsvöldum á vinnustöðum í Evrópu!

Frekari upplýsingar um nýtt lagafrumvarp framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndun evrópskra starfsmanna gegn asbesti