Láttu okkur vita hvað þér finnst! Ný könnun EU-OSHA hagsmunaaðila sett af stað

Image

© Worawut- stock.adobe.com

Þessi könnun er tækifæri fyrir hagsmunaaðila og aðila sem vinna með stofnuninni til að gefa álit á stofnun okkar og starfsemi hennar. Álit þitt mun hjálpa okkur að stýra viðleitni okkar og bæta mikilvægi og notagildi vinnu okkar. Niðurstöður könnunarinnar munu einnig aðstoða við undirbúning á nýrri fyrirtækjastefnu sem er í burðarliðnum. 

Könnunin er unnin af ICF S.A. fyrir hönd EU-OSHA og svörin eru algjörlega nafnlaus. Könnunin stendur yfir frá 20. febrúar til 27. mars og tekur um 15 mínútur að klára hana. 

Til að taka þátt skaltu smella hér.