Hápunktar
07/08/2020

Skemmtu þér og lærðu með Napó til að vera örugg/ur í vinnunni

source: napofilm.net

Hann gerir það sama í hvert sinn: fær þig til að brosa og veitir þér ráð um öryggi sem þú manst eftir. Napó gefur öllum mikilvæg ráð, óháð aldri, sem fara inn á vinnustaði í teiknimyndaheimi hans og læra um öryggi.

Blanda af hlátri og námi, tungumál án orða og menningarhlutleysi er það sem gerir Napómyndskeiðin fyrir alla og kraftmikið úrræði sem nota má í fyrirtækjum og iðnskólum til að auka vitund um fjölbreyttar hliðar vinnuverndar. Hlutinn Napó á vinnustaðnum með verkefnaröðinni „Að átta sig á stoðkerfisvandamálum með Napó“ getur hjálpað til við að stýra umræðum um helstu áhættuþætti þegar kemur að stoðkerfinu og koma með lausnir með umfjöllun Napó um sama efni.

Napó fer meira að segja í grunnskóla með röð sérsniðins námsefnis til að hjálpa kennurum við að kynna launþegum framtíðarinnar vinnuvernd með einstökum og hugmyndaríkum hætti.

Hefurðu ekki hitt Napó enn þá? Skoða öll myndskeiðin hans. Þau geta verið mjög gagnleg til að stuðla að skapandi umræðum á vinnustöðum um vinnuverndarmál sem skipta máli.

Þú getur meira að segja aukið vitund um þær áskoranir sem COVID-19 skapar fyrir vinnustaði með hjálp Napó. Horfðu á og deildu: Napó í… Stöðvum heimsfaraldurinn og Napó er… í fjarvinnu til að stöðva heimsfaraldurinn