Hápunktar

Back to highlights

Taktu þátt í alþjóðlegum liðagigtardegi til að létta álagi starfsmanna með gigtar- og stoðkerfissjúkdóma

Image

© EULAR

Alþjóðlegi gigtardagurinn, sem haldinn er 12. október ár hvert, kallar á betri skilning og meðvitund um áhrif gigtar- og stoðkerfissjúkdóma.

Alþjóðlega herferðin er leidd af EULAR, samstarfsaðila EU-OSHA í herferðinni fyrir heilbrigða vinnustaði Léttum byrðarnar. Í ár leggur EULAR áherslu á áhyggjuvaldandi „sársaukapunkta“ eins og erfiðleikana við að fá tímanlega faglega gigtarmeðferð í Evrópu.

Þar sem gigtar- og stoðkerfissjúkdómar hafa áhrif á meira en 120 milljónir manna í ESB, eykst þörf atvinnurekenda til að halda í starfsmenn og heilbrigðis-, félags- og vinnumálaþjónustan verður að styðja við það ferli.

Hvernig getur þú tekið þátt í Alþjóðlega liðagigtardeginum 2022: Hver er liðagigtar-sársaupapunktur þinn #RheumaPainPoint? Taktu þátt í vefnámskeiði um gigtarlækningar, skoðaðu myndbandsdæmi um góðar starfsvenjur og hvernig bæta megi gigtarþjónustu í ýmsum löndum og deildu reynslu þinni af gigtarlækningum.  

Heimsæktu forgangssvæði herferðarinnar Heilbrigðir vinnustaðir fyrir langvarandi sjúkdóma og sálfélagslegar áhættur til að fá gagnleg úrræði til að koma í veg fyrir og meðhöndla stoðkerfissjúkdóma.

Lærðu meira um EU-OSHA rannsóknirnar á vinnutengdum stoðkerfissjúkdómum