Hápunktar
19/10/2020

Taktu þátt með samstarfsaðilum okkar í Evrópuviku vinnuverndar 2020!

Join our partners to mark the European Week

Í ár er Evrópuvika vinnuverndar haldin dagana 19. til 23. október 2020 til að auka vitund um herferðina Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi, sem nýlega var hleypt af stokkunum, og beinir sjónum að því að fyrirbyggja vinnutengd stoðkerfissjúkdóma.

Í ljósi COVID-19 verða margir viðburðir og ráðstefnur á vegum landsskrifstofa okkar, opinberra samstarfsaðila herferðarinnar, samstarfsaðila í fjölmiðlum vinnuverndarsendiherra frá Fyrirtækjaneti Evrópu haldnir á netinu til að marka Evrópuvikuna. Viðburðirnir hvetja til virkrar þátttöku við að taka á stoðkerfissjúkdómum því þau eru verulegt áhyggjuefni fyrir launþega og fyrirtæki í Evrópu.

Meðal athyglisverðra viðburða má nefna málstofu á vegum landsskrifstofunnar í Slóveníu til að undirstrika umfang og áhrif forvarna gegn stoðkerfissjúkdómum auk fundar um núverandi stöðu stoðkerfissjúkdóma í Litháen á vegum landsskrifstofunnar í Litháen. Sænska landsskrifstofan heldur einnig málstofu á netinu til kynningar á herferðinni og kynna niðurstöður eigin rannsóknir sænsku Vinnuumhverfisstofnunarinnar.

Netráðstefna Vinnuverndarstofnunar Evrópu um stoðkerfissjúkdóma í Evrópusambandinu fer fram 22. október þar sem kynntar verða helstu niðurstöður rannsókna um tíðni, forvarnir og stefnur á sviði stoðkerfissjúkdóma sem Vinnuverndarstofnunin og utanaðkomandi sérfræðingar hafa staðið fyrir. Vefráðstefnan skoðar einnig „langvarandi stoðkerfisvandamál“, „sálfélagslegar hættur og stoðkerfissjúkdómar “, „forvarnir gegn stoðkerfissjúkdómum í landbúnaði og heilbrigðisþjónustu“, og „stoðkerfissjúkdómar og kyn.“

Sjá alla viðburði Evrópuvikunnar í Evrópu

Ráðstefnan stoðkerfissjúkdómar í Evrópusambandinu - tíðni, forvarnir og stefnur

Fylgið myllumerkinu #EUhealthyworkplaces