Er of heitt fyrir vinnu? Spurðu Napó hvað eigi að gera þegar það er of heitt!

Image

© napofilm.net

Loftslagsbreytingar eru þegar orðnar að veruleika og geta stefnt vinnuumhverfi og öryggi og heilsu starfsmanna í hættu.

Starfsmenn í mörgum geirum geta liðið fyrir hækkun hitastigs sem leiðir til hitaáraunar. Þeir sem eru í mestri áhættu eru starfsmenn, sem vinna úti við, í landbúnaði eða í byggingariðnaði, þó að starfsmenn innandyra geti einnig verið í hættu.

Nýja stiklan Napó í...of heitt fyrir vinnu! í sínum venjulega húmoríska stíl gefur okkur vísbendingu um hvað þurfi að gera til að stjórna hitaáraun á vinnustöðum og vernda starfsmenn eins og með aðlögun á vinnutíma, aukinni vatnsdrykkju og verja þá gegn sólinni, o.s.frv.

EU-OSHA hefur einnig gefið út Heitt í vinnunni — leiðbeiningar fyrir vinnustaði þar sem finna má hagnýtar leiðbeiningar um hvernig stjórna eigi áhættunni sem fylgir því að vinna í miklum hita.

Kælum okkur niður og yfirvinnum hitaáraunina í vinnunni með svolítilli hjálp frá fyndna vini okkar Napó í…of heitt fyrir vinnu!