Hápunktar
12/08/2019

Alþjóðadagur ungmenna 2019 Umbylting menntunar þýðir öruggari vinnustaðir

photo: greenspc via pixabay.com 

Umbylting menntunar er þema alþjóðadags ungmenna 2019.

Deginum sem haldinn er árlega þann 12. ágúst, er ætlað að auka vitund um allan heim um þær áskoranir sem yngri kynslóðir standa frammi fyrir.

Á hverju ári ná um 120 milljónir ungmenna vinnualdri. Það að hlúa að menningu sem stuðlar að heilbrigðum vinnustöðum og fjárfesta í hæfni ungra starfsmanna þegar kemur að öryggi og heilbrigði eru grundvallarforsendur þess að þau eigi langa og örugga starfsæfi fyrir höndum. EU-OSHA er staðfast í að styðja þessi ferli með því að veita vinnuverndarþekkingu sem sérsniðin er að ungu fólki og kennurum þess, og berjast fyrir heilbrigðum vinnustöðum í öllum geirum og fyrirtækjum.

Skoðaðu kaflann hjá okkur um ungt starfsfólk

Lestu samantekt um nýjustu málstofuna okkar um stoðkerfisheilbrigði barna og ungra launþega

Napo kennir vinnuvernd með bros á vör – skoðaðu myndirnar hans sem ætlaðar eru ungu starfsfólki

Fáðu að vita meira um þema og atburði Alþjóðadags ungmenna á þessu ári