Hápunktar
08/03/2019

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: kynjajafnrétti í vinnu í félagslegri Evrópu

Í ár einbeitir þema Alþjóðlegs baráttudags kvenna sér að frumlegum aðferðum til að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Áhrifaríkar aðferðir til að mæta slíkum markmiðum er að auka vitund um hættur sem stafa að öryggi og heilbrigði kvenna í vinnu og að fjárfesta frekar í að útrýma atvinnumun kynjanna.  

Innan ramma núverandi Vinnuvernd er allra hagur herferðarinnar „Áhættumat efna á vinnustað“, tekur EU-OSHA einnig á váhrifum á konur í þjónustustörfum og hefðbundnum kvennastörfum.

Þátttaka kvenna á vinnumarkaðinum hefur aukist á síðustu árum um alla Evrópu, samt eru konur líklegri til að sjá líka um umönnun barna og aldraðra.

Jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er eitt af markmiðum Evrópustoðar félagslegra réttinda, sem hvetur til jafnari deilingu umönnunarskyldna á milli karla og kvenna. Í janúar náðu Evrópuþingið og -ráðið bráðabirgðasamningi um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um nýja tilskipun um jafnvægi á milli vinnu og einkalífs fyrir foreldra og umönnunaraðila.

Lærðu meira um Konur og vinnuvernd