Hápunktar
16/10/2019

Að bæta öryggi og heilsu í ör- og smáfyrirtækjum - í byggingariðnaði og landbúnaði

© EU-OSHA / Photo Competition 2011

Hinn 16. Október stendur ESB-OSHA fyrir ráðstefnu í Brussel um vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu. Viðburðurinn leggur sérstaka áherslu á áhættu í byggingariðnaði og landbúnaðargeiranum og munu helstu aðilar vinnumarkaðarins taka þátt í umræðunni.

Að bæta vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum er forgangsverkefni innan ESB og ESB-OSHA. Nýlegt stórt verkefni varðandi vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum skilaði sér í fjölmörgum ritum á nokkrum tungumálum. Þessi rit fjalla meðal annars um nýjar rannsóknir á góðum starfsháttum og hagnýtum lausnum.

Fáðu að vita meira um ráðstefnuna.

Lestu þig til um vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu.

Flettu í gegnum útgáfur okkar um vinnuvernd í ör- og smáfyrirtækjum í Evrópu.