Hápunktar
28/08/2019

Hvernig mun ný þróun á vinnustöðum hafa áhrif á framtíð vinnuverndar: ytri stoðgrindur og félagsleg nýsköpun

Tvær greinar um framsýni skoða hvaða áhrif ný þróun á vinnustöðum kann að hafa á vinnuvernd: ein er tæknileg - notkun ytri stoðgrinda eða stoðbúnaðar, sem hægt er að klæða sig í, og hin er annars eðlis - félagsleg nýsköpun á vinnustöðum.

Eðli vinnu og vinnuskipulags breytist hratt eftir því sem tækninni vindur fram og breytingar á færnikröfum koma fram. Nýir (ótæknilegir) starfshættir, eins og nýjar tegundir af skipulagi og forystu, þátttaka og efling starfsmanna, nýsköpun á vinnustöðum hafa áhrif á þarfir starfsmanna með því að bjóða upp á gæðastörf, félagslega velferð og sveigjanleika þegar kemur að því hvar og hvenær vinna er framkvæmd og breyta því hvernig samstarfsmenn eiga í samskiptum og brjóta niður hindranir á vinnustöðum. Önnur tækni tekur á líkamlegum þörfum; ytri stoðgrindur, eru til dæmis gerðar til að létta líkamlegt álag og koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir stoðkerfisvandamálum.

En fylgja áhættur þessari þróun og hvaða áhrif hefur hún á vinnuvernd? Skoðaðu framsýnisgreinarnar okkar til að fá frekari upplýsingar.

Sækja framsýnisgreinina um félagslega nýsköpun á vinnustöðum

Lesa framsýnisgreinina um vaxandi notkun ytri stoðgrinda

Skoða vefsíðu EU-OSHA um aðsteðjandi áhættur