Hápunktar
16/12/2019

Hvaða áhrif hefur stafræn tækni á öryggi og heilbrigði á vinnustöðum?

Hinir ótrúlegu möguleikar stafrænnar tækni valda byltingu á vinnustöðum en hvaða þýðingu hefur slíkt fyrir öryggi og heilbrigði launþega? Nýi bæklingurinn okkar veitir yfirlit yfir vinnu okkar á sviði stafrænnar tækni — þar á meðal nýleg framsýnisverkefni — og áhrif hennar á vinnuvernd.

Bæklingurinn undirstrikar hvernig við getum lágmarkað hugsanleg neikvæð áhrif starfrænnar tækni á vinnuvernd. Það sem meira er að þá sýnir hann hvernig við getum notað stafræna tækni til að bæta forvarnir á vinnustöðum.

Fá frekari upplýsingar um áhrif stafrænnar tækni á vinnuvernd í bæklingnum okkar

Sjá tungumálaútgáfur af Samantektinni - Framtíðarspár og fyrirhyggja varðandi nýjar og aðsteðjandi hættur þegar kemur að vinnuvernd í tengslum við aukna stafræna þróun fyrir 2025.

Sjá síðuna okkar um stafræna tækni til að fá frekari upplýsingar um framsýnisverkefnið okkar

Skoða skýrsluna „Breytilegt eðli vinnu og færni á stafrænni öld“ sem gefin var út af vísinda- og þekkingarþjónustu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.