Hvernig getum við verndað heilsu og velferð launþega við meðferð á hættulegum lækningalyfjum?

Image

Nýjar leiðbeiningar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bjóða upp á mikilvæg ráð fyrir bæði vinnuveitendur og launþega um hvernig megi stjórna útsetningu fyrir hættulegum lækningalyfjum.

Hættuleg lækningalyf geta haft krabbameinsvaldandi áhrifum, stökkbreytivaldandi áhrifum eða eiturverkandi áhrifum á æxlunarfæri launþega sem verða fyrir þeim. Því er gríðarlega mikilvægt að stjórnun þeirra sé viðeigandi. 

Útsetning getur haft áhrif á heilbrigðisstarfsmenn og ræstitækna og starfsmenn í þvottahúsi eða sorphirðumenn og því er ráðgjöfin í leiðbeiningunum sérsniðin að þeim hugsanlegu launþegahópum sem geta orðið fyrir útsetningu.

Leiðbeiningarnar eru óskuldbindandi og eru ráðin veitt án þess að skerða með neinum hætti innlend lagaákvæði svo hægt er að laga þau að lagakröfum viðkomandi lands.

Skoða leiðbeiningarnar um örugga stjórnun á hættulegum lækningalyfjum á vinnustöðum

Frekari upplýsingar