Hápunktar
09/10/2019

Hvernig getum við verndað viðkvæmt starfsfólk gegn hættulegum efnum?

Vissir hópar starfsfólks eru í meiri hættu en aðrir þegar þeir eru útsettir fyrir hættulegum efnum. Þetta getur gerst vegna þess að þetta starfsfólk er reynslulítið, skortir þekkingu eða er líkamlega viðkvæmara. Aðrar ástæður eru meðal annars að skipta oft um starf, eða starfa í atvinnugeirum þar sem skortur er á vitund um málefnið, eða vegna meiri eða sérstæðrar lífeðlisfræðilegrar viðkvæmni.

Nýtt upplýsingablað Evrópsku vinnuverndarstofnuninnar (EU-OSHA) um viðkvæmt starfsfólk og hættuleg efni getur komið að gagni. Þar eru skyldur vinnuveitenda útskýrðar, bent áhvaða hópar starfsfólks eru sérstaklega viðkvæmir, eins og ungt starfsfólk, farandverkafólk eða barnshafandi starfsfólk - og útskýrt hvernig taka eigi tillit til þarfa þeirra með áhættumati og fyrirbyggjandi aðgerðum.

Lesa upplýsingablaðið

Fara á vefsíðu herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 

Frekari upplýsingar um hópa starfsfólks sem er í hættu