Hápunktar
12/09/2019

Hefur þú tekið eftir breytingunum á vefsíðunni okkar?

by Bodobe via https://pixabay.com

Fyrirtækjavefur Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar var nýverið endurnýjaður til að auðvelda upplýsingaleit og gera hana hraðvirkari.

Á nýju heimasíðunni birtist nú það helsta sem er í gangi, fréttir, viðburðir og samfélagsmiðlar á sýnilegri hátt, og hún býður upp á betri aðgang að mikilvægustu hjálpartækjunum og verkefnunum.

Kaflinn með Útgefnum verkum hefur verið markaður sérstaklega á valmyndinni til að auka sýnileika og betrumbæta leit og yfirferð um vefsvæðið. Í nýja Verkfæra og hjálpartækja kaflanum birtast upplýsingarnar betur uppsettar til að greiða aðgang. Og Viðburða kaflinn hefur verið uppfærður og hefur nú að geyma samantektarskýrslur úr málstofum sem Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur skipulagt og auðveldari leið til að leita að vinnuverndarviðburðum víðsvegar í Evrópu.

Við bjóðum þér að skoða vefsíðuna og uppgötva breytingarnar sem auðvelda þér að leita að þekkingu um vinnuvernd.

Smelltu hér ef þú átt enn eftir að skrá þig til að fá mánaðarlega Vinnuverndarpóstinn.