Hápunktar
18/07/2019

Góð stoðkerfisheilsa snemma á lífsleiðinni: samantekt um málstofu nú í boði

@Annie Spratt on Unsplash

EU-OSHA í samstarfi við ENETOSH (European Network Education and Training in Occupational Safety and Health) stóð fyrir málstofu um stoðkerfisvandamál meðal ungs fólks og launþega. Málstofan var hluti af yfirlitsverkefni á sviði vinnuverndarmála um stoðkerfisvandamál og veitti smjörþefinn af næstu herferð Vinnuvernd er allra hagur undir heitinu „Heilbrigt stoðkerfi“ sem hefst í október 2020.

Viðburðurinn var til að vekja athygli á þörfinni á því að stuðla að góðri stoðkerfisheilsu snemma á lífsleiðinni. Þátttakendur skiptust á hugmyndum í litlum hópum með sérfræðingum í forsvari um fjórar mismunandi hliðar: rannsóknir, stefnumörkun (vinnuvernd – vinnuvistfræði), framkvæmd (samþætting vinnuverndar og skólastarfs) og samskipti (eigin líkamsskynjun).

Lesa skýrslur um helstu niðurstöður hverrar smiðju

Frekari upplýsingar um forvarnir gegn stoðkerfisvandamálum

Lesa hagnýtan leiðarvísi fyrir lítil fyrirtæki Sálfélagslegar áhættur, streita og stoðkerfisvandamál