Hápunktar
03/10/2019

Búðu þig undir ráðstefnuna Vinnuvernd er allra hagur 2019!

Þann 12. og 13. nóvember mun Evrópska vinnuverndarstofnunin, EU-OSHA, auk nánustu samstarfs- og stuðningsaðila halda upp á árangursríkan endi á herferðinni Vinnuvernd er allra hagur 2018-19 um stjórnun hættulegra efna í Bilbao.

Þetta er í síðasta sinn í þessari herferð að leiðandi evrópskir sérfræðingar og stjórnendur fá tækifæri til að deila reynslu sinni og vekja athygli á góðum starfsháttum við að koma í veg fyrir útsetningu hættulegra efna og stuðla að öruggri stjórnun þeirra á vinnustöðum.

Á ráðstefnunni mun einnig gefast tækifæri til að fagna sigurvegurunum í Samkeppninni um góða starfshætti á sviði vinnuverndar – sem eru tíu fyrirtæki sem útnefnd voru af óháðri alþjóðlegri dómnefnd fyrir uppbyggilega og sjálfbæra stjórnun hættulegra efna á vinnustöðum.  

Fræðast meira um ráðstefnuna Vinnuvernd er allra hagur 

Kynntu þér opinbera samstarfsaðila okkar

#EUOSHASummit