Hápunktar
15/05/2019

Framtíðarhlutverk stórgagna og gervigreindar á evrópskum vinnustöðum

photo: Gerd Altmann via pixabay.com

Notkun stórgagna ásamt vélanámstækni er sífellt að verða algengari á evrópskum vinnustöðum. Tvær nýjar framsýnis umræðugreinar fara yfir ávinninginn og mögulegar áhættur af notkun slíkrar stafrænnar þróunar fyrir vinnuvernd. Fyrsta greinin um notkun stórgagna fyrir skilvirkni eftirlits, fjallar um miðað vinnueftirlit.

Seinni greinin bendir á hvar og hvernig gervigreind er notuð, t.d. ákvarðantaka á vinnustað í mannauðsstjórnun (greiningar á umsækjendum, ráðningarferli), þjarkar með gervigreind, spjallbottar í þjónustumiðstöðvum, eða tækni sem starfsmenn ganga með á sér í framleiðslulínum. Báðir höfundar komast að þeirri niðurstöðu að mannleg- og gervigreind saman séu leiðin til framtíðar.

Höfundar mæla með leiðum til að stjórna mikilvægustu hættunum. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að það sé ekki tæknin ein og sér sem skapar vinnuverndarávinning eða -áhættur, það sé miklu fremur innleiðingin á tækninni sem skapi neikvæðar eða jákvæðar aðstæður.

Lestu greinina um framtíðarhlutverk stórgagna fyrir skilvirkni eftirlits og um ávinningin og áhættuna sem fylgir gervigreind á evrópskum vinnustöðum.

Skoðaðu EU-OSHA fyrir frekari upplýsingar um stafrænu byltinguna og vinnuvernd