Hápunktar
30/05/2020

Útsetning fyrir krabbameinsáhættuþáttum á vinnustöðum — ný könnun fyrir Evrópu

Evrópuvika gegn krabbameini — dagana 25 til 31 maí — vekur athygli á krabbameinsforvörnum, aðgengi að meðferðum og stuðningi fyrir þá sem lifa af.

Í tilefni vikunnar kynnir EU-OSHA áætlanir sínar fyrir nýja og nýstárlega launþegakönnun um útsetningu fyrir krabbameinsáhættuþáttum í Evrópu. Með því að safna áreiðanlegum upplýsingum um váhrif á vinnustöðum er gert ráð fyrir því að könnunin fylli í verulegar eyður upplýsinga sem við höfum um eitt stærsta vinnutengda heilsufarsvandamál Evrópu.

Upplýsingarnar, sem verður safnað, munu veita nákvæma og ítarlega mynd af núverandi áhættu og upplýsingar fyrir forvarnarráðstafanir framtíðarinnar. Undirbúningsvinna fyrir könnunina hefur þegar hafist en EU-OSHA ráðgerir að birta fyrstu niðurstöður hennar árið 2023.

Lesa verkyfirlit nýju könnunarinnar

Fara á vefhlutann okkar um könnunina og vinnutengt krabbamein

Frekari upplýsingar um Evrópuvikuna gegn krabbameini